Enski boltinn

Keane og Schmeichel slógust á hóteli klukkan fjögur um nótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keane og Schmeichel voru ekki bestu vinir.
Keane og Schmeichel voru ekki bestu vinir. vísir/getty

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og írska landsliðsins, hefur engar áhyggjur af öðru en að þeir Raheem Sterling og Joe Gomez slíðri sverðin.

Sterling og Gomez lenti saman á æfingu enska landsliðsins á mánudaginn með þeim afleiðingum að sá fyrrnefndi var settur út úr enska hópnum fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi í gær. Gomez byrjaði á bekknum en fékk heldur óblíðar móttökur þegar hann kom inn á.

Keane segir að þetta hafi ekki verið stórmál. Sjálfur segist hann hafa lent í átökum við samherja sína.

„Ég slóst einu sinni við Peter Schmeichel í anddyri hótels klukkan fjögur um nótt. Sem betur fer voru ekki margir viðstaddir. Sir Alex Ferguson skildi okkur að og lét okkur heyra það,“ sagði Keane á ITV Sport í gær.

„Peter baðst afsökunar og við héldum áfram. Þetta hafði aldrei nein áhrif á liðið.“

Keane og Schmeichel léku saman hjá United á árunum 1993-99. Á þeim tíma urðu þeir fjórum sinnum Englandsmeistarar, þrisvar sinnum bikarmeistarar og einu sinni Evrópumeistarar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.