Fótbolti

Sterling: Rangt að púa á Gomez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gomez bíður þess að komast inn á.
Gomez bíður þess að komast inn á. vísir/getty

Raheem Sterling segir að það hafi verið rangt hjá stuðningsmönnum enska landsliðsins að púa á Joe Gomez þegar hann kom inn á í 7-0 sigri Englands á Svartfjallalandi á Wembley í gær. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti á EM 2020.

Sterling lék ekki með Englandi í gær. Honum lenti saman við Gomez á landsliðsæfingu á mánudaginn og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate setti hann út úr hópnum fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi.

Hluti áhorfenda á Wembley lét óánægju sína í ljós þegar Gomez kom inn á þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Sterling var undrandi á þeim viðbrögðum.

„Það var erfitt að sjá púað á liðsfélaga minn fyrir eitthvað sem var mér að kenna,“ skrifaði Sterling á Twitter.

„Joe gerði ekkert af sér og að púa á einhvern sem leggur sig svona mikið fram, sérstaklega eftir erfiða viku, var rangt að mínu mati. Ég tek fulla ábyrgð og samþykkti afleiðingarnar.“


Leikurinn í gær var þúsundasti landsleikur Englands og enska liðið hélt upp á tímamótin með stórsigri. 

Harry Kane skoraði þrennu fyrir Englendinga sem hafa unnið alla leiki sína í A-riðli undankeppninnar nema einn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.