Fótbolti

Southgate ætlaði að reka Sterling úr landsliðshópnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var léttara yfir æfingu enska landsliðsins í gær en á mánudag
Það var léttara yfir æfingu enska landsliðsins í gær en á mánudag vísir/getty
Raheem Sterling var upphaflega rekinn úr enska landsliðshópnum eftir rifrildið við Joe Gomez en fékk að koma til baka eftir að landsliðsfélagar hans ræddu við Gareth Southgate.

The Times greindi frá því að Sterling hafi verið á leiðinni heim frá æfingasvæði enska landsliðsins eftir að Southgate var búinn að reka hann úr hópnum. Hann fékk hins vegar skilaboð í bílnum á leiðinni um að hann mætti koma til baka á æfingasvæðið. Þá hafði Southgate rætt við nokkra af eldri leikmönnum landsliðsins og vildu þeir ekki að Sterling yrði hent út úr hópnum.

Sterling lenti í rifrildi við Gomez á æfingu á mánudag en það átti upptök sín í leik Liverpool og Manchester City á sunnudaginn þar sem þeim lenti saman. Vegna rifrildisins mun Sterling ekki spila með Englandi gegn Svartfjallalandi á fimmtudag.

Sterling hefur sjálfur beðist afsökunar á málinu.

„Það er mikið af tilfinningum í þessari íþrótt og ég er nógu mikill maður til þess að viðurkenna hvenær ég læt þær hlaupa með mig. Við Joe erum búnir að ræða saman og þessu máli er lokið,“ skrifaði Sterling á Instagram.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.