Enski boltinn

Liverpool spilar tvo leiki á tveimur dögum í tveimur heimsálfum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mané og félagar hafa nóg að gera í desember.
Mané og félagar hafa nóg að gera í desember. vísir/getty
Liverpool á tvo leiki á jafn mörgum dögum í tveimur mismunandi heimsálfum um miðjan desember.Liverpool mætir Aston Villa í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins 17. desember. Degi síðar á Liverpool leik í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer fram í Katar.Í yfirlýsingu frá Liverpool kemur fram að leikmannahópnum verði skipt upp í tvennt fyrir þessa tvo leiki.Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf í skyn að liðið myndi draga sig úr keppni í deildabikarnum. Sú leið var hins vegar ekki farin og Liverpool spilar því tvo leiki á jafn mörgum dögum.Liverpool mætir Genk í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.