Enski boltinn

Klopp skýtur til baka á Guardiola: „Mane lætur sig ekki detta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane og Klopp á góðri stundu.
Mane og Klopp á góðri stundu. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki par sáttur með ummæli kollega síns hjá Manchester City, Pep Guardiola, er hann sakaði leikmenn Liverpool um að dýfa sér.

Guardiola sagði eftir leiki helgarinnar að heppnin hafi verið í liði með Liverpool og á ögurstundum hafi þeir látið sig detta.

Jurgen Klopp kaupir ekki þessi ummæli Guardiola og svaraði honum til baka í gær.

„Ég er ekki í Manchester City skapi núna. Líkar mér vel við að hann segi þetta um einn af mínum leikmönnum? Ég er ekki 100% viss um að hann hafi verið að tala um Mane eða okkur bara yfir höfuð,“ sagði sá þýski.







„Ég heyrði ekki nafnið hans Sadio. Ég veit ekki hvernig hann hafi átt að hafa vitað einhver atvik svona strax eftir leikinn þeirra gegn Southampton,“ en City og Liverpool spiluðu á sama tíma um helgina.

„Sadio lætur sig ekki detta. Það var atvik gegn Aston Villa þar sem var farið aftan í hann og hann fór niður. Kannski var þetta ekki víti en það var snerting. Hann hoppaði ekki yfir fótinn á einhverjum og henti sér niður.“

Liverpool verður í eldlínunni í kvöld er Evrópumeistararnir mæta Genk í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×