Liverpool liðið líkist meira og meira Man. United liði Ferguson: Með flest karakterstig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Sadio Mane fagnar sigurmarki sínu á móti Aston Villa um helgina. Getty/Ian Cook Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0 Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Liverpool er með flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni í vetur en liðið vann enn einn endurkomusigurinn um helgina. Liverpool-liðið var 1-0 undir á móti Aston Villa um helgina þegar 86 mínútur voru liðnar af leiknum en tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í lokin. Það hefur verið saga Liverpool liðsins á síðustu vikum því liðið gerði þetta einnig á móti Leicester City, Tottenham og Manchester United. Liverpool hefur nú alls fengið tíu stig út úr leikjum þar sem liðið hefur lent undir sem er það mesta í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur. Liverpool hefur fengið þremur stigum meira en Leicester City sem er í öðru sætinu á þessum lista.Liverpool have already won points from losing positions this season, easily the best in the Premier League — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 4, 2019 Manchester United og Chelsea reka hins vegar lestina ásamt Norwich en þessi þrjú lið eru þau eins sem hafa tapað öllum leikjum þar sem þau hafa lent undir. Manchester City fékk aftur á móti sín fyrstu stig í endurkomusigri sínum á móti Southampton um helgina. Nick Miller, blaðamaður ESPN, kemst svo að orði í pistli sínum um helgina í enska boltanum að Liverpool lið Klopp líkist meira og meira Manchester United liði Sir Alex Ferguson. „Ef þeir gerðu þetta einu sinni eða tvisvar þá væri hægt að halda því fram að lukkan væri í liði með Liverpool. Málið er að fjórum sinnum á síðasta mánuði þá hefur Liverpool skorað eftir 85. mínútu og tryggt sér annaðhvort jafntefli eða sigur,“ skrifaði Nick Miller í pistli sínum. Gullaldarlið Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson átti það sameiginlegt með Liverpool liðinu í dag að koma margoft til baka í sínum leikjum. Það var erfitt að halda forystu á stigi á móti Manchester United liðinu svo við gleymum ekki að tala um svokallaðan Fergie-tíma. United liðið skoraði nefnilega margoft undir blálok leikja þegar sumir vildu meina að tíminn væri runninn út. Sá tími fékk viðurnefnið Fergie-tími. Liverpool liðið líkist vissulega liðum Ferguson hvað það varðar að liðið heldur gríðarlegri pressu á mótherja sína allan tímann og hún er aldrei meiri en þegar Liverpool þarf á stigi að halda á lokamínútunum. Liverpool hefur náð í þessi karakterstig á lokamínútum síðustu leikja og er þess vegna enn með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. „Liverpool mennirnir eru stórkostlegir og enska úrvalsdeildin er betri af því að hún inniheldur tvo súperlið sem munu síðan mætast um næstu helgi í leik sem enginn má missa af,“ bætti Miller við.Flest karakterstig í ensku úrvalsdeildinni 2019-20:(Stig úr leikjum þar sem liðið lendir undir) 1. Liverpool 10 stig 2. Leicester 7 3. Wolves 6 4. Arsenal 5 4. Tottenham 5 6. Brighton & Hove Albion 4 6. Crystal Palace 4 8. Manchester City 3 8. Sheffield United 3 8. Aston Villa 3 11. Burnley 2 12. AFC Bournemouth 1 12. West Ham 1 12. Newcastle 1 12. Everton 1 12. Southampton 1 12. Watford 1 18. Chelsea 0 18. Manchester United 0 18. Norwich City 0
Enski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira