Erlent

Kosið í Austurríki í kjölfar hneykslismáls

Kjartan Kjartansson skrifar
Kurz, leiðtogi Lýðflokksins, er talinn líklegastur til að verða aftur kanslari. Hann hefur lýst aðdáun á Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Kurz, leiðtogi Lýðflokksins, er talinn líklegastur til að verða aftur kanslari. Hann hefur lýst aðdáun á Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Vísir/EPA
Austurríkismenn kjósa sér nýtt þing í dag en búist er við erfiðri stjórnarmyndun sem gæti tekið fleiri vikur. Boðað var til kosninganna eftir að ríkisstjórn landsins féll í maí þegar myndband birtist af varakanslaranum lofa konu sem þóttist vera dóttir rússnesks ólígarka samningum við ríkið.

Skoðanakannanir benda til þess að Lýðflokkur Sebastians Kurz, fyrrverandi kanslara, hljóti flest atkvæði í kosningunum en að hann þurfi að mynda samsteypustjórn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ríkisstjórnin sem féll var samsteypustjórn Kurz og Frelsisflokksins.

Það var leiðtogi Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache sem náðist á myndbandsupptöku við vafasamar aðstæður. Hneykslið hefur verið nefnt „Ibiza-gate“ í Austurríki þar sem myndbandið var tekið upp á spænsku eyjunni.

Þrátt fyrir hneykslið er Norbert Hofer, nýr leiðtogi Frelsisflokksins, sagður vonast til að endurnýja samstarfið við Lýðflokk Kurz. Flokkarnir tveir deila andúð á innflytjendum en engu að síður er Kurz sagður íhuga þriggja flokka stjórn með Græningjum og frjálslyndum flokki.


Tengdar fréttir

Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu

Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung.

Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×