Erlent

Fyrsta konan til að gegna kanslara­em­bætti

Atli Ísleifsson skrifar
Brigitte Bierlein hefur verið forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis frá árinu 2003.
Brigitte Bierlein hefur verið forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis frá árinu 2003. EPA
Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur verið skipuð kanslari Austurríkis til bráðabirgða. Bierlein er fyrsta konan til að gegna embættinu.

Hin 69 ára Bierlein tekur við embættinu af Sebastian Kurz var hrakinn var úr embætti eftir að austurríska þingið samþykkti á dögunum vantrauststiltillögu gegn honum. Alexander Van der Bellen, forseti landsins, greindi frá ákvörðuninni fyrr í dag og sagði hana gerða í samráði við flokksformenn.

Kurz fór frá í kjölfar hneykslismáls þar sem varakanslarinn Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins sem átti sæti í ríkisstjórn Kurz, náðist á myndband þar sem hann samþykkti tilboð konu, sem kvaðst vera frænka rússnesks auðmanns, um að kaupa hlut í fjölmiðli flokksins í skiptum fyrir verkefni á vegum austurrískra yfirvalda. Strache lét af embættum sínum eftir að upp komst um málið.

Reiknað er með að þingkosningar fari fram í landinu í september næstkomandi.

Bierlein hefur gegnt embætti forseta stjórnlagadómstóls Austurríkis frá 2003.


Tengdar fréttir

Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu

Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung.

Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis

Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins.

Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis og , hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.