Erlent

Strache til rann­sóknar hjá sér­stökum sak­sóknara

Atli Ísleifsson skrifar
Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis.
Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty

Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslarans og formanns Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache.

Strache lét af embætti í síðasta mánuði í kjölfar hneyksismáls þar sem hann náðist á myndband þar sem hann samþykkti tilboð konu, sem kvaðst vera frænka rússnesks auðmanns, um að kaupa hlut í fjölmiðli flokksins í skiptum fyrir verkefni á vegum austurrískra yfirvalda.

Skömmu eftir afsögn Strache samþykkti meirihluti austurríska þingsins vantraust á Sebastian Kurz kanslara og ríkisstjórn hans og var Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, skipuð kanslari Austurríkis til bráðabirgða.

APA segir frá því að rannsóknin á Strache snúi að grun um trúnaðarbrot. Segir að rannsóknin hafi staðið frá 20. maí síðastliðinn, þremur dögum eftir að upptakan lak í fjölmiðla.

Reiknað er með að þingkosningar fari fram í landinu í september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis

Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins.

Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu

Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.