Erlent

Strache til rann­sóknar hjá sér­stökum sak­sóknara

Atli Ísleifsson skrifar
Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis.
Heinz-Christian Strache, fyrrverandi varakanslari Austurríkis. ean Gallup/Getty
Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslarans og formanns Frelsisflokksins, Heinz-Christian Strache.

Strache lét af embætti í síðasta mánuði í kjölfar hneyksismáls þar sem hann náðist á myndband þar sem hann samþykkti tilboð konu, sem kvaðst vera frænka rússnesks auðmanns, um að kaupa hlut í fjölmiðli flokksins í skiptum fyrir verkefni á vegum austurrískra yfirvalda.

Skömmu eftir afsögn Strache samþykkti meirihluti austurríska þingsins vantraust á Sebastian Kurz kanslara og ríkisstjórn hans og var Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, skipuð kanslari Austurríkis til bráðabirgða.

APA segir frá því að rannsóknin á Strache snúi að grun um trúnaðarbrot. Segir að rannsóknin hafi staðið frá 20. maí síðastliðinn, þremur dögum eftir að upptakan lak í fjölmiðla.

Reiknað er með að þingkosningar fari fram í landinu í september næstkomandi.


Tengdar fréttir

Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu

Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung.

Lýstu yfir vantrausti við kanslara Austurríkis

Þing Austurríkis hefur samþykkt vantrauststillögu gegn Sebastian Kurz, kanslara og formanns Þjóðarflokksins, vegna hneykslis Heinz-Christian Strachce, fyrrverandi varakanslara og leiðtoga Frelsisflokksins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.