Boðað til óvæntra kosninga í Austurríki Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2019 22:30 Sebastian Kurz, kanslari Þýskalands. AP/Michael Gruber Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn. Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, hefur slitið ríkisstjórnarsamstarfi flokks síns Þjóðarflokksins við fjar-hægri Frelsisflokkinn og boðað til kosninga. Það gerði hann í kjölfar þess að Heinz-Christian Strache, varakanslari og leiðtogi Frelsisflokksins, sagði af sér í dag vegna myndbands þar sem hann virtist lofa konu, sem þóttist vera í forsvari fyrir rússneskan auðjöfur, opinberum samningum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og fjármagn. Strache sagði konunni að ef auðjöfurinn sem hún þóttist vera í forsvari fyrir keypti eitt af stærstu dagblöðum Austurríkis og sæi til þess að umfjöllun um Frelsisflokkinn væri jákvæðari. Hann nefndi nokkra blaðamenn sem þyrfti að reka og aðra sem hann vildi að yrði gert hærra undir höfði. Þar að auki ræddi hann við hana um það hvernig hægt væri að koma fjármunum til flokksins með leiðum sem færu fram hjá opinberu eftirliti. Myndbandið var birt í gær af þýsku miðlunum Der Spiegel og Süddeutsche Zeitung og var tekið upp á Ibiza skömmu fyrir austurrísku kosningarnar 2017. Ekki liggur fyrir hver konan er í rauninni. Þegar Strache sagði af sér í dag kenndi hann áfengi um og sagðist hafa hagað sér eins og táningur. Þá sagði hann hegðun sína hafa verið heimskulega og óábyrga en hann hélt því þó fram að myndbandið hefði verið tekið úr samhengi. Myndbandið allt myndi sýna aðra mynd en hann sagðist segja af sér til að valda ríkisstjórninni ekki skaða. Það var þó of seint, því eins og áður segir sleit Kurz ríkisstjórnarsamstarfinu í kvöld og segist hann hafa sagt Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, um að halda ætti kosningar sem fyrst. „Eftir myndband gærdagsins, verð ég að segja eins og er: Nú er komið nóg,“ sagði Kurz við blaðamenn í dag. Kurz sagði myndbandið vera mjög alvarlegt og þá sérstaklega varðandi viðhorf Strache til almannafés, fjölmiðla og misbeitingar valds. Þá tók hann fram að hann hefði orðið fyrir persónulegum móðgunum í myndbandinu. Þá sagðist Kurz nokkrum sinnum hafa átt í vandræðum með Frelsisflokkinn.
Austurríki Tengdar fréttir Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Varakanslari Austurríkis segir af sér vegna ásakana um spillingu Heinz-Christian Strache, vara-kanslari Austurríkis hefur sagt af sér embætti varakanslara og embætti leiðtoga eftir að myndband komst í dreifingu þar sem hann virðist bjóðast til þess að semja við rússneska konu gegn því að hún komi boðskap frelsisflokksins á framfæri í austurrískum fjölmiðlinum Kronen-Zeitung. 18. maí 2019 12:04