Íslenski boltinn

Pálmi Rafn reiknar með því að vera áfram í Vesturbænum: „Fátt sem kemur í staðinn fyrir KR“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason skoraði markið sem tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Hann gerði eina markið í leik KR og Vals á Hlíðarenda á mánudaginn. Pálmi lék áður með Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2007.„Það er svo langt síðan. Ég man eiginlega ekkert eftir því. En þessi var hrikalega sætur og ofarlega á lista yfir það sem ég hef gert á ferlinum,“ sagði Pálmi í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakkanum.„Ég hef beðið lengi eftir þessu. Ég ætlaði að koma heim og vinna titil með KR og loksins tókst það.“Pálmi hefur leikið sérstaklega vel með KR eftir að Rúnar Kristinsson tók við liðinu. En er Rúnar besti þjálfari sem Pálmi hefur haft á ferlinum?„Ég er hræddur um það. Hann hefur gert magnaða hluti með okkur ásamt Bjarna [Guðjónssyni] og Stjána [Kristjáni Finnbogasyni]. Þetta eru sigurvegarar, kunna að vinna, og eru búnir að gera okkur að sigurvegurum,“ sagði Pálmi.Samningur hans við KR rennur út eftir tímabilið. Hann gerir ráð fyrir því að spila áfram í svörtu og hvítu.„Ég reikna frekar með því að ég verði áfram. Við höfum talað saman og það er fátt sem kemur í staðinn fyrir KR. Ég reikna fastlega með því að ég verði áfram,“ sagði Pálmi.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.