Íslenski boltinn

Finnur Tómas: Fór næstum að gráta og fer bókað að gráta inn í klefa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Finnur Tómas Pálmason fagnar í leikslok
Finnur Tómas Pálmason fagnar í leikslok vísir/bára
„Mér líður mjög vel, get ekki logið um það. Þetta er ótrúlegt, bjóst ekki við að verða svona glaður þegar hann flautaði til leiksloka. Ég fór næstum því bara að gráta og fer bókað að gráta inn í klefa á eftir,“ sagði hinn ungi miðvörður KR-inga, Finnur Tómas Pálmasson, að loknum 1-0 sigri KR á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Það er alveg rétt. Þetta byrjaði kannski smá brösuglega, tók mig smá tíma að aðlagast Pepsi Max deildinni. Síðan hægt og rólega, með hjálp strákanna í liðinu þá komst ég inn í hlutina og við kláruðum þetta,“ sagði Finnur Tómas sem var að leika sitt fyrsta leiktímabil fyrir KR í sumar„Við töluðum ekkert sérstaklega um það. Þetta small bara fullkomlega, það eru allir ótrúlega góðir vinir í liðinu, við tölum mikið saman utan æfinga og erum duglegir að hittast svo þetta er bara sturluð liðsheild,“ sagði Finnur aðspurður út í ummæli Rúnars um að KR-liðið væri eining og hvort það ætti ekki vel við. „Ég held að það verði ekkert mál. Held að þetta verði bara mjög gaman og vona bara að stuðningsmennirnir haldi áfram að mæta þó að titillinn sé kominn í hús,“ sagði Finnur að lokum um hvernig það yrði að gíra sig upp fyrir síðustu tvo leikina í deildinni þegar titillinn er kominn í hús.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.