Rúnar Kristinsson eftir að landa 27. Íslandsmeistaratitli KR: Ég er hrærður yfir þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2019 21:49 Kóngurinn í KR. vísir/bára „Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
„Ég veit það ekki, ég er hrærður yfir þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að vinna hérna, að klára þetta sjálfir og vinna leikinn. Því þá var þetta aldrei nein spurning og við komum hingað til að vinna,“ sagði tárvotur Rúnar Kristinsson eftir 1-0 sigur KR á Val í kvöld. Sigurinn tryggði KR 27. Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og er þetta í allavega annað skiptið sem KR fagnar titlinum á Hlíðarenda, heimavelli erkifjenda þeirra í Val. „Við komum hingað til að sækja, ætluðum okkur að pressa Val og ekki gefa þeim neinn tíma til að spila sinn leik. Við gerðum það alveg ofboðslega vel,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Rúnar var spurður út í hvað titillinn þýddi fyrir hann og KR en áður en hann kom í viðtal gekk hann á alla starfsmenn KR sem og leikmenn og knúsaði þá innilega, með tárin í augunum. „Tárin streyma bara hérna, þetta er ótrúlega gaman. Að koma til baka eftir að ég er búinn að vera úti í nokkur ár og gera þetta á tveimur árum, að búa til sigurlið í Vesturbænum. Mér finnst það ótrúlega gaman. Það er gott að vinna fyrir þennan klúbb og fyrir fólkið í Vesturbænum,“ sagði Rúnar með tárin í augunum. Hann hélt áfram. „Ég er ótrúlega stoltur af mér, Bjarna (Guðjónssyni), Stjána (Kristjáni Finnbogasyni, markmannsþjálfara), öllu teyminu mínu og ekki síst leikmönnunum sem eru tilbúnir að hlusta á okkur, fylgja okkar fyrirmælum og vinna eftir því sem við leggjum upp. Þetta er bara góð eining og eins og ég sagði við strákana í dag, sama og ég sagði fyrir fyrsta leikinn í deildinni, að ef við sýnum stuðningsmönnum okkar virkilega þykir vænt um klúbbinn okkar og merkið, förum í allar tæklingar ...“ Fleiri urðu þau orð ekki frá Rúnari að þessu sinni þar sem hann var rifinn úr viðtalinu af leikmönnum sínum og tolleraður.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Umfjöllun: Valur 0-1 KR | KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu 2019 KR er Íslandsmeistari í knattspyrnu í 27.sinn eftir öruggan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Val. Pálmi Rafn Pálmason gerði sigurmarkið á 4. mínútu leiksins. 16. september 2019 21:30