Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þeir fengu kónginn í Vesturbænum aftur heim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar á flugi í gær.
Rúnar á flugi í gær. vísir/bára

KR varð í gær Íslandsmeistari í 27. sinn og Pepsi Max-mörkin fóru vel yfir leiðina að Íslandsmeistaratitlinum í þætti sínum í gær.

Vel var farið yfir marga leikmenn sem spiluðu stóran þátt í leið KR að Íslandsmeistaratitil númer 27 en byrjað var að fjalla um skipstjórann og þjálfarann, Rúnar Kristinsson.

„Þeir fengu kónginn í Vesturbænum aftur heim. Það er rosalega auðvelt að samgleðjast þeim eftir að hafa séð þessi viðtöl,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Maður fer næstum því bara að gráta með Rúnari,“ sagði hinn spekingur þáttarins í gær, Máni Pétursson, er þau ræddu um viðbrögð Rúnars í leikslok.

Ítarlega umfjöllun Pepsi Max-markanna um Íslandsmeistaraliðið má sjá hér að neðan.


Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Íslandsmeistara KRAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.