Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Þeir fengu kónginn í Vesturbænum aftur heim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar á flugi í gær.
Rúnar á flugi í gær. vísir/bára
KR varð í gær Íslandsmeistari í 27. sinn og Pepsi Max-mörkin fóru vel yfir leiðina að Íslandsmeistaratitlinum í þætti sínum í gær.

Vel var farið yfir marga leikmenn sem spiluðu stóran þátt í leið KR að Íslandsmeistaratitil númer 27 en byrjað var að fjalla um skipstjórann og þjálfarann, Rúnar Kristinsson.

„Þeir fengu kónginn í Vesturbænum aftur heim. Það er rosalega auðvelt að samgleðjast þeim eftir að hafa séð þessi viðtöl,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í Pepsi Max-mörkunum í gær.

„Maður fer næstum því bara að gráta með Rúnari,“ sagði hinn spekingur þáttarins í gær, Máni Pétursson, er þau ræddu um viðbrögð Rúnars í leikslok.

Ítarlega umfjöllun Pepsi Max-markanna um Íslandsmeistaraliðið má sjá hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Íslandsmeistara KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×