Enski boltinn

Fyrsta tap Liverpool á undirbúningstímabilinu kom gegn gamla félaginu hans Klopps

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í Indiana í nótt.
Úr leiknum í Indiana í nótt. vísir/getty

Borussia Dortmund vann 3-2 sigur á Liverpool í æfingaleik í Indiana í Bandaríkjunum í nótt.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti þarna félaginu sem hann gerði tvisvar sinnum að þýskum meisturum og einu sinni að bikarmeisturum.

Dortmund komst yfir strax á 3. mínútu með marki Spánverjans Pacos Alcácer. Harry Wilson, sem lék sem lánsmaður með Derby County á síðasta tímabili, jafnaði fyrir Liverpool á 35. mínútu.

Dönsku landsliðsmennirnir Thomas Delaney og Jacob Bruun Larsen komu Dortmund 3-1 með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili snemma í seinni hálfleik.

Rhian Brewster minnkaði muninn úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en nær komust Evrópumeistararnir ekki. Brewster, sem er 19 ára, hefur skorað í öllum þremur leikjum Liverpool á undirbúningstímabilinu, alls fjögur mörk.

Næsti leikur Liverpool er gegn Sevilla í Boston annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 21:50.


Tengdar fréttir

Allir leikir Liverpool í beinni fram að móti

Stuðningsmenn Liverpool fá að sjá nóg af leikjum liðsins á næstunni á sportstöðvum Stöðvar tvö en hér eftir verða allir leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu sýndir í beinni útsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.