Klopp staðfestir hvenær Mo, Bobby og Alisson koma til baka í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:30 Lykilleikmenn Liverpool talið frá vinstri: Fabinho, Roberto Firmino, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Sadio Mane, Divock Origi, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Georginio Wijnaldum og Alisson. Getty/Michael Regan Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira