Klopp staðfestir hvenær Mo, Bobby og Alisson koma til baka í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:30 Lykilleikmenn Liverpool talið frá vinstri: Fabinho, Roberto Firmino, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Sadio Mane, Divock Origi, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Georginio Wijnaldum og Alisson. Getty/Michael Regan Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira