Enski boltinn

Milner skoraði tvívegis í sigri Evrópumeistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milner kemur Liverpool í 0-2 með marki úr vítaspyrnu.
Milner kemur Liverpool í 0-2 með marki úr vítaspyrnu. vísir/getty

James Milner skoraði tvívegis þegar Evrópumeistarar Liverpool unnu enska D-deildarliðið Bradford City, 1-3, í æfingaleik í dag.

Þetta var annar leikur Liverpool á undirbúningstímabilinu en á fimmtudaginn vann liðið 0-6 sigur á Tranmere Rovers.

Milner kom Liverpool yfir á 13. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu. Hinn ungi og efnilegi Rhian Brewster skoraði svo þriðja mark Liverpool fjórum mínútum fyrir hálfleik.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði tíu breytingar á liði sínu í hálfleik.

Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði Eoin Doyle fyrir Bradford úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Lokatölur 1-3, Liverpool í vil.

Liverpool heldur nú í æfinga- og keppnisferð til Bandaríkjanna.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.