Enski boltinn

Leggja nýtt gras á leikvanginn fyrir leik Liverpool og Dortmund á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér er verið að setja náttúrulega grasið á völlinn.
Hér er verið að setja náttúrulega grasið á völlinn. Getty/Santiago Flores

Liverpool mætir Borussia Dortmund á gervigrasvelli en spilar samt ekki á gervigrasi þegar liðin mætast í æfingarleik á föstudagskvöldið.

Þetta hljómar kannski fáránlega í eyrum flestra en það er góð skýring á þessu.

Liðin hans Jürgen Klopp eru þarna að mætast en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 23.50.

Leikurinn fer fram á Notre Dame leikvanginum í Indiana sem hefur verið gervigrasvöllur frá árinu 2014. Þetta er einn frægasti leikvangur Bandaríkjanna enda að verða níræður.

Völlurinn var byggður árið 1930 og var grasvöllur í 84 ár. Hér hefur háskólalið University of Notre Dame kallaði „Fighting Irish“ spilað alla tíð.Lið Liverpool og Borussia Dortmund eru ekki að fara að spila á gervigrasinu annað kvöld því ákveðið var að leggja nýtt gras á völlinn sérstaklega fyrir þennan æfingarleik evrópsku fótboltaliðanna.

Jarðvegur og grastorfur voru sett ofan á gervigrasið. Það hefur verið heitt í Indiana síðustu daga og það er ekki að hjálpa til en vonandi vökva menn völlinn vel.

Það væri ekki gott fyrir stuðningsmenn Liverpool að horfa upp á einn af stjörnumönnum liðsins meiðast á lausum grasvelli sem er alltaf hættan við svona grasskipti.

Fenway Sports Group, eigandi Liverpool, leigði þrjá leikvanga fyrir Ameríkuferð Evrópumeistarana en hinir leikirnir fara fram á Fenway Park í Boston og Yankee Stadium í New York.
Notre Dame leikvangurinn er risastór og tekur yfir 77 þúsund manns. Getty/Santiago Flores


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.