Enski boltinn

Evrópumeistararnir skoruðu sex mörk í fyrsta leik tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Milner og félagar fagna marki í kvöld.
Milner og félagar fagna marki í kvöld. vísir/getty

Evrópumeistararnir í Liverpool spiluðu sinn fyrsta æfingarleik á tímabilinu er liðið vann öruggan 6-0 sigur á D-deildarliðinu, Tranmere, á útivelli í kvöld.

Leikmannahópur Liverpool er ekki fullskipaður. Margir fengu lengra frí vegna leikja með landsliðum sínum í sumar og sumir eru enn ekki komnir til baka úr Afríkukeppninni.

Það voru því margir ungir leikmenn sem fengu tækifærið í dag en það var hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne sem skoraði fyrsta markið á sjöttu mínútu.

Hinn ungi og efnilegi Rhian Brewster bætti við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleik lauk. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði svo annar ungur leikmaður, Curtis Jones.

Divock Origi, sem sló í gegn undir lokin á síðustu leiktíð, skoraði fimmta marki og sjötta og síðasta mark leiksins skoraði hinn átján ára gamli Þjóðverji, Paul Glatzel.

Lokatölur 6-0 og fínasta byrjun lærisveina Jurgen Klopp á leiktímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.