Enski boltinn

Allir leikir Liverpool í beinni fram að móti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna sigri í Meistaradeildinni.
Leikmenn Liverpool fagna sigri í Meistaradeildinni. Getty/Harriet Lander

Stuðningsmenn Liverpool fá að sjá nóg af leikjum liðsins á næstunni á sportstöðvum Stöðvar tvö en hér eftir verða allir leikir Liverpool á undirbúningstímabilinu sýndir í beinni útsendingu.

Evrópumeistararnir eru núna búnir að endurheimta stærsta hlutann af stjörnum sínum úr sumarfrí og ættu því að tefla fram mjög sterku liði í þessum leikjum.

Fyrsta beina útsendingin er í kvöld þegar Liverpool liðið mætir Borussia Dortmund á Notre Dame leikvanginum í Indiana í Bandaríkjunum. Þarna mætast einmitt liðin hans Jürgen Klopp. Útsendingin frá leiknum í kvöld hefst klukkan 23.50 á Stöð 2 Sport.

Liverpool mun spila tvo aðra leiki í Bandaríkjaferðinni sinni, þann fyrri á móti Sevilla á Fenway Park í Boston 21. júlí og þann seinni á móti Sporting Lissabon á Yankee Stadium í New York 25. júlí.

Liverpool spilar síðan tvo undirbúningsleiki í Evrópu, fyrst leik á móti ítalska félaginu Napoli í Edinborg 28. júlí og svo leik á móti franska félaginu Lyon í Genf 31. júlí.

Fyrsti leikur tímabilsins hjá Liverpool er leikur á móti Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn en hann fer fram á Wembley 4. ágúst. Sá leikur verður einnig í beinni á Stöð 2 Sport.

Liverpool spilar síðan fyrsta leikinn sinn í ensku úrvalsdeildinni á móti Norwich 9. ágúst og aðeins fimm dögum síðar spilar liðið við Chelsea um Ofurbikar UEFA en sá leikur fer fram í Istanbul í Tyrklandi og er auðvitað líka í beinni á Stöð 2 Sport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.