Klopp: Ekki hægt að keppa við City og PSG á markaðnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Klopp hugsar vel um sinn besta mann vísir/getty Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira