Klopp: Ekki hægt að keppa við City og PSG á markaðnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 Klopp hugsar vel um sinn besta mann vísir/getty Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp. Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í sumar og eru margir stuðningsmenn félagsins orðnir óþreyjufullir eftir einhverjum fréttum af leikmannamálum. Liverpool hefur fest kaup á hollenska ungstirninu Sepp Van den Berg (17 ára) frá PEC Zwolle og þá bendir allt til þess enska ungstirnið Harvey Elliott (16 ára) muni ganga til liðs við Liverpool frá Fulham á allra næstu dögum. Ef marka má orð Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, gæti farið svo að félagið kaupi engan þekktan leikmann í sumar en Liverpool varði miklum fjármunum í leikmannakaup á síðasta ári þar sem Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri voru keyptir í sumarglugganum auk þess sem Virgil van Dijk kom frá Southampton í upphafi árs. „Við erum nokkuð rólegir yfir þessu en munum sjá hvort eitthvað kemur upp. Þetta mun ekki verða stærsti félagaskiptagluggi Liverpool. Við höfum fjárfest vel í leikmannahópnum á síðustu tveimur árum og við getum ekki eytt háum fjárhæðum á hverju ári,“ segir Klopp. Liverpool var eina liðið sem veitti Manchester City einhverja samkeppni um enska meistaratitilinn á síðustu leiktíð en Klopp segir ekkert enskt lið geta keppt við City og PSG á leikmannamarkaðnum. Aðeins spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona geti það. „Fólk kallar eftir því að félög kaupi fyrir 200-300 milljónir punda á hverju ári. Það eru kannski tvö félög sem geta það. Man City og PSG geta gert það á hverju ári og eins og staðan er núna virðast Barcelona og Real Madrid líka geta það,“ segir Klopp sem sér enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir rólegheitin á markaðnum. „Við erum góðir. Ég er ánægður með hópinn og allir innan félagsins eru mjög ánægðir. Við skulum sjá til hvort við styrkjum mögulega eina leikstöðu ef við finnum einhvern í hana. En það er engin pressa á okkur að gera það. Þetta snýst ekki alltaf um að kaupa nýja leikmenn,“ segir Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira