Enski boltinn

Klopp: „Oxlade-Chamberlain og Brewster eru eins og nýir leikmenn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty

Jurgen Klopp ætlar ekki að gera mikið á leikmannamarkaðinum í sumar. Hann segir leikmenn eins og Rhian Brewster og Alex Oxlade-Chamberlain vera eins og nýir leikmenn.

Liverpool byrjaði undirbúningstímabilið sitt af krafti í gærkvöld með 6-0 sigri á nágrannaliði sínu Tranmere Rovers. Rhian Brewster var á meðal markaskorara í leiknum og setti hann tvö mörk.

Til þessa í sumar í leikmannaglugganum hefur Liverpool fengið til sín unglinginn Sepp van den Berg.

„Við erum búnir að kaupa leikmenn. Oxlade-Chamberlain, Rhian Brewster, þeir spiluðu ekki á síðasta ári. Allir ungu strákarnir sem spiluðu í dag, þeir eru nýir leikmenn fyrir okkur,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Við sjáum til hvað við gerum, en ég held ekki að þetta verði stærsti félagsskiptagluggi allra tíma.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.