Enski boltinn

Maguire vill fara frá Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maguire í leik með enska landsliðinu.
Maguire í leik með enska landsliðinu. vísir/getty
Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur tjáð Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, að hann vilji fara frá félaginu.

Maguire er ofarlega á óskalista Manchester-liðanna, City og United. Líklegra er að hann fari til United sem hefur lengi haft augastað á miðverðinum.

Leicester ætlar þó ekki að gefa Maguire eftir baráttulaust og vill fá a.m.k. 75 milljónir fyrir hann.

Maguire hefur leikið með Leicester í tvö ár en hann kom til félagsins frá Hull City.

Hinn 26 ára Maguire hefur leikið 20 leiki fyrir enska landsliðið og var hluti af enska hópnum sem endaði í 4. sæti á HM í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×