Enski boltinn

Maguire vill fara frá Leicester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maguire í leik með enska landsliðinu.
Maguire í leik með enska landsliðinu. vísir/getty

Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur tjáð Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester City, að hann vilji fara frá félaginu.

Maguire er ofarlega á óskalista Manchester-liðanna, City og United. Líklegra er að hann fari til United sem hefur lengi haft augastað á miðverðinum.

Leicester ætlar þó ekki að gefa Maguire eftir baráttulaust og vill fá a.m.k. 75 milljónir fyrir hann.

Maguire hefur leikið með Leicester í tvö ár en hann kom til félagsins frá Hull City.

Hinn 26 ára Maguire hefur leikið 20 leiki fyrir enska landsliðið og var hluti af enska hópnum sem endaði í 4. sæti á HM í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.