Enski boltinn

Everton borgar innan við tíu milljónir fyrir Englandsmeistara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Delph í leik með Englandi í Þjóðadeildinni í sumar.
Delph í leik með Englandi í Þjóðadeildinni í sumar. vísir/getty

Allt stefnir í að Fabian Delph verði samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton á næstu leiktíð en Everton og Manchester City hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Delph.

Talið er að Everton borgi rúmlega átta milljónir punda í fyrstu greiðsli fyrir Englendinginn en mest geti verðið á Delph farið upp í tíu milljónir, eftir því hvernig hann stendur sig.

Delph var á leið á sitt síðasta tímabil af samningi sínum hjá City og komur Rodri og Angelino til Englandsmeistaranna munu ekki hjálpa Delph að fá meiri spilatíð.

Á síðustu leiktíð spilaði Delph ellefu leiki í úrvalsdeildinni en árið þar á undan spilaði hann 22 leiki. Hann er 29 ára gamall og á að baki 20 A-landsleiki fyrir England.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.