Enski boltinn

Everton borgar innan við tíu milljónir fyrir Englandsmeistara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Delph í leik með Englandi í Þjóðadeildinni í sumar.
Delph í leik með Englandi í Þjóðadeildinni í sumar. vísir/getty
Allt stefnir í að Fabian Delph verði samherja Gylfa Sigurðssonar hjá Everton á næstu leiktíð en Everton og Manchester City hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á Delph.

Talið er að Everton borgi rúmlega átta milljónir punda í fyrstu greiðsli fyrir Englendinginn en mest geti verðið á Delph farið upp í tíu milljónir, eftir því hvernig hann stendur sig.







Delph var á leið á sitt síðasta tímabil af samningi sínum hjá City og komur Rodri og Angelino til Englandsmeistaranna munu ekki hjálpa Delph að fá meiri spilatíð.

Á síðustu leiktíð spilaði Delph ellefu leiki í úrvalsdeildinni en árið þar á undan spilaði hann 22 leiki. Hann er 29 ára gamall og á að baki 20 A-landsleiki fyrir England.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×