Enski boltinn

Sjáðu stórkostlegt mark Salah og hvernig City afgreiddi Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah skorar með þrumufleygnum.
Salah skorar með þrumufleygnum. vísir/getty
Manchester City og Liverpool halda áfram baráttu sinni um gullið í enska boltanum þetta árið en bæði liðin unnu sína leiki á svokölluðum ofur sunnudegi.

Fyrri leikurinn var milli Man. City og Crystal Palace en City náði í þrjú stig á Selhurst Park með 3-1 sigri. Raheem Sterling kom City í 2-0 með tveimur mörkum áður en Luka Milivojevic minnaði muninn. Gabriel Jesus gerði út um leikinn í uppbótartíma.

Í síðari leik dagsins vann Liverpool 2-0 sigur á Chelsea. Markalaust var í hálfleik en tvö mörk á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik gerðu út um leikinn. Skallamark Sadio Mane og þrumufleygur Mohamed Salah.

Úrslitin gera það að verkum að Liverpool er á toppnum með 85 stig en Manchester City er í öðru sætinu með 83 stig. City á þó leik til góða á Liverpool.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins.

Crystal Palace - Man. City 1-3:
Klippa: FT Crystal Palace 1 - 3 Manchester City
Liverpool - Chelsea 2-0:
Klippa: FT Liverpool 2 - 0 Chelsea



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×