Salah og Mané tryggðu Liverpool sigur

Dagur Lárusson skrifar
Salah fagnar sínu glæsilega marki.
Salah fagnar sínu glæsilega marki. vísir/gety
Liverpool komst á ný á topp ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Chelsea þar sem Mané og Salah voru á skotskónum.

 

Besta færi fyrri hálfleiksins átti sér stað á 30. mínútu þegar Mohamed Salah vann boltann á hægri kanntinum, gaf fyrir á Sadio Mané sem skaut rétt framhjá markinu. Markalaust í leikhlé.

 

Í seinni hálfleiknum virtist Liverpool hinsvegar fara upp um gír og byrjuðu af miklum krafti og voru stuðningsmenn liðsins háværir. Á 51. mínútu var darraðardans í teig Chelsea og endaði boltinn hjá Henderson sem fór út að endamörkum og gaf boltann fyrir á Sadio Mané sem stangaði boltann í netið og kom Liverpool yfir.

 

Aðeins tveimur mínútum seinna kom hinsvegar eitt flottasta mark tímabilsins en þá fékk Mohamed Salah boltann á hægri kanntinu þar sem hann leitaði á vinstri fótinn og lét vaða langt utan af velli og skoraði framhjá Kepa í marki Chelsea. Algörlega óverjandi og staðan orðin 2-0.

 

Stuttu eftir þetta mark fékk Chelsea sitt besta færi í leiknum en þá slapp Eden Hazard inn fyrir vörn Liverpool, einn á móti Alisson en skot hans endaði í stönginni og slapp vörn Liverpool með skrekkinn þar.

 

Ekki voru fleiri mörk skoruð og því er Liverpool komið á toppinn á ný en City á þó ennþá leik til góða.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira