„Röng ákvörðun að ráða Solskjær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2019 06:00 Byrinn í segl Solskjærs er ekki jafn mikill og í upphafi stjóratíðar hans hjá Manchester United. vísir/getty Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi hjá BBC, segir að forráðamenn Manchester United hafi tekið ranga ákvörðun þegar þeir réðu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra liðsins til frambúðar. Solskjær tók við United skömmu fyrir jól eftir að José Mourinho var látinn taka pokann sinn. United vann tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins sem var verðlaunaður með þriggja ára samningi við félagið. Að undanförnu hefur hins vegar gefið á bátinn og United hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og er dottið út úr ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. „Þetta var röng ákvörðun. Ráðningin á Solskjær var byggð á tilfinningum. Þetta var ekki úthugsuð og rökrétt ákvörðun,“ sagði Jenas. Hann bætti við að United þyrfti að hætta að reyna að finna annan Sir Alex Ferguson og losa sig úr viðjum fortíðarinnar. „Það sem United þarf að gera er að fjarlægjast þessa „Manchester United leið“. Það sem Ferguson gerði var einstakt og United hefur átt erfitt með að feta sömu braut þrátt fyrir að vera með færa menn við stjórnvölinn,“ sagði Jenas. „Þegar Pep Guardiola kom til Manchester City reyndi hann ekki að gera það sama og [Roberto] Mancini og [Manuel] Pellegrini gerðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn. Hann kom inn í félagið og gerði það sem hann vildi gera. Jürgen Klopp gerði það sama hjá Liverpool. Það er það sem United þarf. Þeir þurfa að finna sér nýja sjálfsmynd. Mourinho reyndi að gera það en án árangurs.“ United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. United mætir Everton í hádeginu á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. 17. apríl 2019 15:00 Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 „Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Staðan hjá Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. 17. apríl 2019 11:30 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær vill fá í það minnsta fimm nýja leikmenn Ole Gunnar Solskjær er með augun á að minnsta kosti fimm nýjum leikmönnum sem hann vill fá til Manchester United í sumar. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. 17. apríl 2019 16:45 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Jermaine Jenas, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi hjá BBC, segir að forráðamenn Manchester United hafi tekið ranga ákvörðun þegar þeir réðu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra liðsins til frambúðar. Solskjær tók við United skömmu fyrir jól eftir að José Mourinho var látinn taka pokann sinn. United vann tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn Norðmannsins sem var verðlaunaður með þriggja ára samningi við félagið. Að undanförnu hefur hins vegar gefið á bátinn og United hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum og er dottið út úr ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu. „Þetta var röng ákvörðun. Ráðningin á Solskjær var byggð á tilfinningum. Þetta var ekki úthugsuð og rökrétt ákvörðun,“ sagði Jenas. Hann bætti við að United þyrfti að hætta að reyna að finna annan Sir Alex Ferguson og losa sig úr viðjum fortíðarinnar. „Það sem United þarf að gera er að fjarlægjast þessa „Manchester United leið“. Það sem Ferguson gerði var einstakt og United hefur átt erfitt með að feta sömu braut þrátt fyrir að vera með færa menn við stjórnvölinn,“ sagði Jenas. „Þegar Pep Guardiola kom til Manchester City reyndi hann ekki að gera það sama og [Roberto] Mancini og [Manuel] Pellegrini gerðu til að vinna Englandsmeistaratitilinn. Hann kom inn í félagið og gerði það sem hann vildi gera. Jürgen Klopp gerði það sama hjá Liverpool. Það er það sem United þarf. Þeir þurfa að finna sér nýja sjálfsmynd. Mourinho reyndi að gera það en án árangurs.“ United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. United mætir Everton í hádeginu á morgun.
Enski boltinn Tengdar fréttir United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. 17. apríl 2019 15:00 Solskjær: Messi var munurinn Hrósaði Messi og Barcelona-liðinu í leikslok. 16. apríl 2019 21:45 Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00 Barcelona skaut United í kaf Barcelona er komið í undanúrslitin. 16. apríl 2019 20:45 „Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Staðan hjá Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. 17. apríl 2019 11:30 Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30 Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51 Solskjær vill fá í það minnsta fimm nýja leikmenn Ole Gunnar Solskjær er með augun á að minnsta kosti fimm nýjum leikmönnum sem hann vill fá til Manchester United í sumar. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. 17. apríl 2019 16:45 Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. 17. apríl 2019 15:00
Solskjær þarf að sýna að miskunnarleysi býr á bak við barnsandlitið Gærkvöldið á Nývangi sýnir að United á langt í land að mati sérfræðings. 17. apríl 2019 09:00
„Sorglegt hvernig komið er fyrir United“ Staðan hjá Manchester United var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum í gær. 17. apríl 2019 11:30
Skoraði á móti United í gær en gæti endað þar í sumar Framtíð Philippe Coutinho er í lausu lofti hjá Barcelona. 17. apríl 2019 08:30
Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó Öll mörkin úr leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni má sjá hér. 16. apríl 2019 21:51
Solskjær vill fá í það minnsta fimm nýja leikmenn Ole Gunnar Solskjær er með augun á að minnsta kosti fimm nýjum leikmönnum sem hann vill fá til Manchester United í sumar. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. 17. apríl 2019 16:45
Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“ Skemmtilegt skot eftir leikinn í kvöld. 16. apríl 2019 21:12