Fótbolti

Barcelona sá sér leik á borði og skaut á United: „Messi við stýrið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í leiknum í kvöld.
Messi í leiknum í kvöld. vísir/getty

Fjölmiðladeild Barcelona sá sér leik á borði eftir að Barcelona sló Manchester United út úr Meistaradeildinni fyrr í kvöld.

Barcelona vann 3-0 sigur í fyrri leik liðanna eftir að hafa unnið 1-0 sigur á Old Trafford. Það var því létt yfir Twitter-síðu þeirra spænsku eftir leikinn.

Stuðningsmenn Manchester United hafa verið duglegir að syngja um Ole Gunnar Solskjær undanfarnar vikur og mánuði og sagt að hann sé við stýrið (e. Ole's at the wheel).

Því ákváðu Börsungar að birta mynd af Messi og skrifa undir hana að Messi sé við stýrið. Skemmtilegt skot en Messi skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.