Enski boltinn

Solskjær vill fá í það minnsta fimm nýja leikmenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Verður Kalidou Koulibaly í rauðu næsta vetur?
Verður Kalidou Koulibaly í rauðu næsta vetur? vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær er með augun á að minnsta kosti fimm nýjum leikmönnum sem hann vill fá til Manchester United í sumar. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Manchester United féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og sagði Solskjær eftir tapið að fram undan væri enduruppbygging á Old Trafford.

Samkvæmt frétt ESPN ætlar Solskjær að fá til sín tvo varnarmenn, tvo miðjumenn og einn framherja í sumar. Heimildarmenn fréttaveitunnar segja Solskjær fá þó nokkuð fjármagn til leikmannakaupa í sumar.

Þá er líklegt að nokkuð af peningum komi inn því Antonio Valencia, Ander Herrera og Juan Mata virðast allir vera á leið frá félaginu. Þá er óvissa um framtíð Matteo Darmian, Marcos Rojo, Eric Bailly, Romelu Lukaku og Alexis Sanchez.

Þar sem mikið af leikmönnum gæti verið á förum þarf að fá mikið inn í staðinn.

Þeir sem eru efstir á óskalista hjá Solskjær eru Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napólí, Real Madrid maðurinn Raphael Varane og miðjumaðurinn Saul Niguez.

Enska þríeykið Declan Rice, Aaron Wan-Bissaka og Jadon Sancho eru einnig ofarlega á lista.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×