Fótbolti

Sjáðu hörmuleg mistök De Gea, magnaða takta Messi og dramatíkina í Tórínó

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Gea liggur sár eftir á meðan Messi fagnar.
De Gea liggur sár eftir á meðan Messi fagnar. vísir/getty

Sex mörk voru skoruð í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er Barcelona og Ajax tryggðu sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Ajax gerði sér lítið fyrir og sló út Juventus á útivelli en Ajax vann 2-1 sigur í síðari leik liðanna í kvöld. Sigurmarkið skoraði fyrirliðinn Matthisj de Ligt.

Í Barcelona voru leikmenn Barcelona í skotstuði gegn Manchester United en þeir skoruðu þrjú mörk fyrir utan vítateig í 3-0 sigri á Manchester United.

Lionel Messi skoraði tvö mörk og Philippe Coutinho eitt en David de Gea gerði hörmuleg mistök í síðari marki Barcelona.

Öll mörkin úr leikjum kvöldsins má sjá hér að neðan.

Barcelona - Man. United 3-0:

Klippa: Barcelona - Manchester United 3-0

Juventus - Ajax 1-2:

Klippa: Juventus - Ajax 1-2Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.