Enski boltinn

Af hverju ætti einhver að vilja fara frá Leicester?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fuchs lyftir Englandsmeistarabikarnum.
Fuchs lyftir Englandsmeistarabikarnum. vísir/getty
Christian Fuchs, varnarmaður Englandsmeistara Leicester City, skilur ekki af hverju nokkur maður ætti að vilja yfirgefa félagið eftir árangurinn sem liðið náði í vetur.

„Við spilum í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Leicester í Meistaradeildinni, er það ekki nógu góð ástæða til að halda kyrru fyrir hjá félaginu,“ sagði Austurríkismaðurinn sem trúir því að Leicester muni halda sínum lykilmönnum þrátt fyrir að þeir séu orðaðir við stærri lið.

Sjá einnig: Sjáðu leikmenn Leicester lyfta bikarnum

Fuchs segir ennfremur að það verði erfitt fyrir nýja leikmenn að vinna sér sæti í byrjunarliði Leicester.

„Það er ekki í mínum verkahring að kaupa leikmenn en það verður áskorun fyrir þá að komast í liðið og ég held að allir ættu að hlakka til þess,“ sagði Fuchs sem hefur reynslu af því að spila í Meistaradeildinni með þýska liðinu Schalke 04.

„Það verður stórkostlegt að spila í Meistaradeildinni. Ég spilaði þar í þrjú ár og er ánægður með að vera kominn aftur þangað,“ bætti vinstri bakvörðurinn við.

Sjá einnig: Margar litlar sögur hjá Leicester urðu að einu stóru ævintýri

Fuchs er fyrirliði austurríska landsliðsins sem er með því íslenska í riðli á EM í Frakklandi í sumar.


Tengdar fréttir

Kraftaverkið í Leicester

Líkurnar á sigri Leicester í upphafi tímabils voru 5.000 á móti 1 – sá sem veðjaði 200 íslenskum krónum fengi eina milljón í sinn hlut.

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari

Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.

Leicester gæti aftur orðið enskur meistari 8. maí

Leicester City tryggði sér enska meistaratitilinn í fótbolta á mánudagskvöldið þegar Tottenham mistókst að vinna Chelsea. Það gætu hinsvegar verið fleiri titlar á leiðinni til borgarinnar.

Morgan: Mér hefur aldrei liðið svona vel

Wes Morgan, fyrirliði Leicester, fagnaði með félögum sínum heima í stofu í kvöld og verður að fagna eitthvað fram eftir nóttu þar sem Leicester er orðið Englandsmeistari.

Fuchs vill sparka í NFL-deildinni

Austurríski landsliðsmaðurinn í Leicester City, Christian Fuchs, er farinn að huga að því hvað hann vill gera er knattspyrnuferlinum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×