Erlent

Embættismenn gera rassíu í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Staðfest er að 56 eru látnir og 721 slasaðist.
Staðfest er að 56 eru látnir og 721 slasaðist. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Kína hafa fyrirskipað skoðun á aðstæðum við geymslu hættulegra efna og sprengiefna í gjörvöllu landinu. Embættismönnum hefur verið skipað að gera rassíu gegn ólöglegum geymsluaðferðum og stöðum til að auka öryggi og ganga úr skugga um að reglum sé fylgt.

Forsvarsmenn vöruhússins sem sprakk í loft upp í hafnarborginni Tianjin eru sakaðir um að brjóta gegn öryggisreglum um geymslu áðurnefndra efna í kjölfar sprenginga í borginni í fyrradag. Framkvæmdastjóri vöruhússins er nú í haldi lögreglu.

Staðfest er að 56 eru látnir og 721 slasaðist.

Samkvæmt BBC loguðu eldar enn meira en tveimur sólarhringum eftir að sprengingarnar urðu og kanna sérfræðingar nú hvort að andrúmsloftið í kringum höfnina sé mengað. Hins vegar sást ljós í myrkrinu í dag, þegar hinum 19 ára gamla slökkviliðsmanni, Zhou Ti, var bjargað úr rústum. Vitað er að 21 slökkviliðsmaður lét lífið og er nokkurra saknað.

Enn liggur ekki fyrir hvað orsakaði sprenginguna.


Tengdar fréttir

Minnst sautján látnir vegna sprenginganna

Hundruð manna eru slasaðir í borginni Tianjin í Kína þar sem gríðarlegar stórar sprengingar urðu sem finna mátti fyrir í margra kílómetra fjarlægð.

Umhverfistjón gæti orðið langvarandi

Sprengingarnar í Tianjin urðu í vöruhúsi, þar sem hættuleg efni voru geymd. Eiturgufur hafa greinst í andrúmsloftinu. Að minnsta kosti 50 manns létu lífið og tugir til viðbótar eru í lífshættu. Flytja þurfti meira en 700 manns á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×