Erlent

3.500 halda til í neyðarskýlum - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarstörf er einnig enn í fullum gangi og er fjölda hafnarverkamanna saknað.
Björgunarstörf er einnig enn í fullum gangi og er fjölda hafnarverkamanna saknað. Vísir/EPA
Enn loga eldar við höfnina í borginni Tianjin í Kína eftir gífurlega stórar sprengingar sem urðu þar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvers vegna eldurinn sem olli sprengingunum kviknaði en meira en þúsund slökkviliðsmenn eru enn að störfum á svæðinu.

Björgunarstörf er einnig enn í fullum gangi og er fjölda hafnarverkamanna saknað. Þá halda rúmlega 3.500 íbúar Tianjin til í neyðarskýlum eftir sprengingarnar. Fjölmörg hús skemmdust og rúður brotnuðu víða.

Kínverski fréttamiðillinn Xinhua segir frá því að af þeim 50 sem vitað er að hafi látið lífið eru 17 slökkviliðsmenn. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvernig eldurinn hófst, er talið að hann hafi kviknað út frá sprengiefnum sem verið var að flytja í vöruhús fyrir eldfim og hættuleg efni við höfnina.

Insane new footage of yesterday's explosion in Tianjin, China.Photos of Tianjin aftermath: http://ebaum.it/tianjin_aftermathDrone footage of the aftermath: http://ebaum.it/tianjin_drone

Posted by Ebaumsworld on Thursday, August 13, 2015

Tengdar fréttir

Minnst sautján látnir vegna sprenginganna

Hundruð manna eru slasaðir í borginni Tianjin í Kína þar sem gríðarlegar stórar sprengingar urðu sem finna mátti fyrir í margra kílómetra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×