Erlent

Gífurleg sprenging í Tianjin í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppfært 19:50



Gífurlega stór sprenging varð í iðnaðarhverfi í borginni Tianjin í norðurhluta Kína um klukkan hálf fjögur í dag. Þá var klukkan hálf eitt að nóttu til í Kína. Fjölmiðlar í Kína segja að sprengingin hafi orðið í birgðageymslu fyrir eldfim efni. Hundruð manna eru sögð vera særð eftir sprenginguna. Margir þeirra vegna glerbrota þar sem rúður splundruðust víða í borginni.

Fjölmiðlar úti segja þó að ekki hafi borist tilkynningar vegna dauðsfalla.

Höggbylgjur vegna sprengingarinnar, og annarrar sprengingar sem varð um hálfri mínútu eftir þá fyrri, mátti finna í margra kílómetra fjarlægð. Fleiri sprengingar en smærri fylgdu svo. 

Á vef BBC segir að sprengiefni sem verið var að flytja hafi ollið sprengingunni. Þá urðu nærliggjandi svæði rafmagnslaus. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og eru þeir sagðir hafa náð tökum á honum. Tveggja slökkviliðsmanna er hins vegar saknað.

Rúmlega 15 milljónir manna búa í Tianjin sem er í um 100 kílómetra fjarlægð frá Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×