Erlent

Fjöldi látinna hækkar enn - Myndbönd

Samúel Karl Ólason skrifar
Skemmdir vegna sprenginanna voru mjög miklar.
Skemmdir vegna sprenginanna voru mjög miklar. Vísir/AFP
Minnst 50 eru látnir og minnst 700 eru særðir eftir að gífurlega stórar sprengingar urðu við höfnina í Tianjin í Kína í gær. Sprengingin varð við vöruskemmu þar sem hættuleg og eldfim efni voru geymd og hafa stjórnvöld sent sérfræðinga á staðinn til að kanna mengunaráhrif vegna sprenginganna.

Tuga manna er enn saknað.

Sprengingarnar gjöreyðilögðu vistarverur hafnarverkamanna, flutningsgámar fuku til eins og leikfangakubbar. Þúsundir bíla sem biðu flutnings eyðilögðust og rúður brotnuðu víða vegna höggbylgja.

Samkvæmt AP fréttaveitunni er enn ekki vitað hvað olli sprengingunni og er blaðamönnum haldið frá svæðinu. Þar að auki hafa Kínverjar kvartað yfir því að færslum þeirra um sprenginguna á samfélagsmiðlum sé eytt.

Auk þeirra 50 sem hafa látið lífið slösuðust minnst 700 og þar af er 71 í alvarlegu ástandi. Tugum hafnarstarfsmanna er saknað, en einhverjir þeirra eru taldir vera óskráðir og ekki er vitað nákvæmlega hve margir þeir eru.


Tengdar fréttir

Minnst sautján látnir vegna sprenginganna

Hundruð manna eru slasaðir í borginni Tianjin í Kína þar sem gríðarlegar stórar sprengingar urðu sem finna mátti fyrir í margra kílómetra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×