Erlent

Á fimmta tug látnir eftir sprenginguna í Kína

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti fjörutíu og fjórir eru látnir og yfir fimm hundruð slasaðir eftir gríðarmiklar sprengingar í Tianjin í norðurhluta Kína í gærkvöld. Eyðileggingin af völdum sprengingunnar er mikil og hafa fjölmargar byggingar orðið eldinum að bráð eða hreinlega jafnast við jörðu. Sprengingin varð í gámi á iðnaðarsvæði, en í honum var mikið magn af sprengiefnum.

Titringurinn af sprengjunni er sagður hafa fundist í um tíu kílómetra fjarlægð, og sprengingin sögð jafngilda tuttugu og einu tonni af dínamíti. Unnið er að því að ráða niðurlögum eldsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×