Erlent

Danska leyniþjónustan vöruð við El-Hussein

Bjarki Ármannsson skrifar
Hinn 22 ára El-Hussein var skotin til bana af lögreglu eftir tvær skotárásir á laugardag.
Hinn 22 ára El-Hussein var skotin til bana af lögreglu eftir tvær skotárásir á laugardag. Vísir/EPA
Danska leyniþjónustan (PET) segir að fangelsisyfirvöld hafi varað við Omar El-Hussein, unga manninum sem varð tveimur að bana í skotárás í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, fyrir nokkrum mánuðum.

PET fékk skýrslu um El-Hussein í september þar sem fram kom að hætta væri á því að róttæklingar næðu honum á sitt band á meðan hann afplánaði dóm fyrir stunguárás. Leyniþjónustan segir að þó hafi ekkert bent til þess að hann væri að skipuleggja árás, að því er BBC greinir frá.

Hinn 22 ára El-Hussein var skotin til bana af lögreglu eftir tvær skotárásir á laugardag. Sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks, sem talinn er hafa verið skotmark fyrri árásarinnar, hefur gagnrýnt dönsku lögregluna fyrir að hafa ekki aukið viðbúnað í kjölfar árásarinnar á höfuðstöðvar tímaritsins Charlie Hebdo í París.


Tengdar fréttir

Skotárás í Kaupmannahöfn

Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni.

Tilfallandi fávitaháttur

Páll Vilhjálmsson, sem í hávegum hefur verið hafður á ritstjórn Moggans, kallar blaðamann Morgunblaðsins fávita.

„Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið“

PEN-félögin á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skotárásanna í Kaupmannahöfn í gær. PEN samtökin eru alþjóðasamtök rithöfunda á norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×