Innlent

Vilks telur sig hafa verið skotmarkið

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Getty
„Mér er alls ekki brugðið vegna þessa atviks,“ sagði sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks við AP-fréttaveituna þegar leitað var viðbragða hans vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn fyrr í dag. Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar árásarmannsins sem er talinn bera ábyrgð á þessu ódæði en fertugur dani féll í árásinni og þrír lögreglumenn særðust.

Forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt fordæmdi árásina í kvöld og sagði hana vera hryðjuverkaárás.

Lögreglan í Kaupmannahöfn birti mynd á Twitter af manni sem grunaður er um að bera ábyrgð á árásinni í dag.
Vilks var einn af skipuleggjendur ráðstefnu um guðlast og tjáningarfrelsi í Krudttønden-leikhúsinu á Austurbrú í Kaupmannahöfn þar sem árásin var gerð. Vilks hefur áður verið hótað lífláti vegna skopmynda hans af Múhameð spámanni. Hann sagðist telja að hann hefði verið skotmark árásarmannsins.

Vilks taldi árásina í dag tengjast árásinni á franska blaðið Charlie Hebdo en einn af starfsmönnum blaðsins tjáði sig um ódæðið í Danmörku með orðunum: „Við erum öll dönsk í kvöld“.


Tengdar fréttir

Skotárás í Kaupmannahöfn

Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×