Erlent

Lögregla girti menningarhúsið Krudttønden af

Atli Ísleifsson skrifar
Af vettvangi um helgina.
Af vettvangi um helgina. Vísir/AFP
Lögregla í Kaupmannahöfn girti í morgun af menningarhúsið Krudttønden þar sem fyrri árás hins 22 ára Omar Abdel Hamid El-Hussein var gerð um síðustu helgi.

Starfsmenn menningarhússins fundu grunsamlegt bréf í húsinu og höfðu í kjölfarið samband við lögreglu. Húsið var rýmt og svæðið umhverfis girt af.

Húsið hefur nú aftur verið opnað eftir að sprengjusérfræðingar lögreglunnar rannsökuðu bréfið.

„Þau hafa fengið bréf sem þykir grunsamlegt í ljósi atburða helgarinnar. Við viljum rannsaka málið frekar,“ sagði Henrik Stormer, vaktstjóri hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, við fjölmiðla í morgun.

Bréfið fannst klukkan 8.10 að staðartíma í morgun.

Danskur kvikmyndaleikstjóri var skotinn til bana í fyrri árás El-Hussein í Krudttønden þar sem fram fór málstofa um listina og tjáningarfrelsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks tók þátt á fundinum og þykir líklegt að hann hafi verið skotmark El-Hussein.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×