Erlent

Tveir ákærðir fyrir að hafa aðstoðað árásarmanninn

Atli Ísleifsson skrifar
Omar Abdel Hamid El-Hussein.
Omar Abdel Hamid El-Hussein. Vísir/AFP
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa aðstoðað hinn 22 ára Omar Abdel Hamid El-Hussein sem grunaður er um árásirnar í Kaupmannahöfn um helgina. Mennirnir neita sök.

Michael Juul Eriksen, annar lögmanna mannanna, segir að mennirnir verði færðir fyrir dómara í Kaupmannahöfn í dag. „Þeir eru kærðir fyrir aðild að árásum árásarmannins.“ Hann leggur áherslu á að mennirnir séu ekki kærðir fyrir aðild að hryðjuverkum.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að mönnunum sé stefnt fyrir að hafa útvegað El-Hussein vopn og stað fyrir hann að fela sig.

Tveir menn létust í árásum El-Hussein og fimm lögreglumenn særðust. Þá lést árásarmaðurinn sjálfur eftir skotbardaga við lögreglu.


Tengdar fréttir

Skotárás í Kaupmannahöfn

Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni.

„Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið“

PEN-félögin á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skotárásanna í Kaupmannahöfn í gær. PEN samtökin eru alþjóðasamtök rithöfunda á norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×