Innlent

Árásirnar verði ekki til þess að „reka fleyg á milli fólks“

Bjarki Ármannsson skrifar
Um þrjátíu þúsund manns tóku þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn í kvöld.
Um þrjátíu þúsund manns tóku þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn í kvöld. Vísir/AFP
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var meðal þeirra sem í kvöld tóku þátt í minningarathöfn um fórnarlömb skotárásanna í Kaupmannahöfn um helgina. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Gunnar mun í fyrramálið eiga fund með Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur.

„Þetta var áhrifamikil stund,“ segir Gunnar Bragi í tilkynningunni. „Árásir helgarinnar hafa haft gríðarleg áhrif á alla hér og það snart mig hversu mikill samhugurinn var í kvöld og hversu staðráðnir allir eru í því að láta þetta ekki verða til þess að reka fleyg á milli fólks, hverrar trúar sem það er.“

Um þrjátíu þúsund manns tóku þátt í minningarathöfninni í Kaupmannahöfn í kvöld, þar á meðal ráðherrar og borgarstjórar frá öllum Norðurlöndunum.


Tengdar fréttir

Skotárás í Kaupmannahöfn

Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni.

„Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið“

PEN-félögin á Norðurlöndum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna skotárásanna í Kaupmannahöfn í gær. PEN samtökin eru alþjóðasamtök rithöfunda á norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×