Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carl Jenkinson er eitt af nýju andlitunum á Upton Park.
Carl Jenkinson er eitt af nýju andlitunum á Upton Park. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að hafa komið West Ham upp í fyrstu tilraun og endað svo í 10. og 13. sæti úrvalsdeildarinnar er stór hluti stuðningsmanna Hamranna ósáttur við Sam Allardyce, knattspyrnustjóra liðsins.

Allardyce hefur verið gagnrýndur fyrir neikvæðan leikstíl, en hann vonast til að góð frammistaða frá nýju sóknarmönnunum, Mauro Zarate og Enner Valencia, slái á þær gagnrýnisraddir.

Það er sérstaklega mikilvægt að Zarate og Valencia reimi strax á sig markaskóna, en Andy Carroll, dýrasti leikmaður í sögu West Ham, missir af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Allardyce fékk einnig senegalska miðjumanninn Cheikhou Kouyate frá Anderlecht og enska ungstirnið Diego Poyet á Upton Park, en sá síðarnefndi er sonur Gus Poyet, þjálfara Sunderland.

Þá náði Allardyce einnig í bakverðina Aaron Cresswell og Carl Jenkinson, en hinn síðarnefndi kom á láni frá Arsenal.

Komnir:

Mauro Zarate frá Velez Sarsfield

Cheikhou Kouyate frá Anderlecht

Aaron Cresswell frá Ipswich

Diego Poyet frá Charlton

Enner Valencia frá Pachuca

Carl Jenkinson frá Arsenal (á láni)

Farnir:

Joe Cole til Aston Villa

Matt Taylor til Burnley

George Moncur til Colchester United (á láni)

Jack Collison samningslaus

Callum Driver samningslaus

George McCartney samningslaus

Jordan Spence samningslaus


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×