Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Manchester United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ander Herrera ásamt Sir Bobby Charlton þegar sá fyrrnefndi var kynntur sem leikmaður United.
Ander Herrera ásamt Sir Bobby Charlton þegar sá fyrrnefndi var kynntur sem leikmaður United. Vísir/Getty
Manchester United mætir með töluvert breytt lið til leiks eftir hörmungartímabilið í fyrra, þar sem liðið endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst ekki í Evrópukeppni.

Þrír reynslumiklir leikmenn eru horfnir á braut, Rio Ferdinand, Nemanja Vidic og Patrice Evra, en þeir voru uppistaðan í varnarleik United um margra ára skeið. Þá hefur Ryan Giggs, sigursælasti leikmaður enskrar knattspyrnusögu, lagt skóna á hilluna.

Ungstirnið Luke Shaw var keyptur frá Southampton á 27 milljónir punda en honum er ætlað að fylla skarð Evra. United reiddi einnig fram 28,4 milljónir fyrir miðjumanninn Ander Herrera sem hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu.

Fleiri leikmenn verða væntanlega keyptir til United í sumar - vöntun er á miðverði og miðjumanni - en rætt hefur verið um Thomas Vermaelen, Kevin Strootman og Arturo Vidal í því samhengi. Þá eru leikmenn á borð við Marouane Fellaini og Javier Hernandez sagðir vera á förum frá félaginu.

Komnir:

Ander Herrera frá Athletic Bilbao

Luke Shaw frá Southampton

Farnir:

Federico Macheda til Cardiff City

Bebe til Benfica

Alexander Buttner til Dynamo Moskvu

Nemanja Vidic til Internazionale

Rio Ferdinand til QPR

Patrice Evra til Juventus

Jack Barmby til Leicester City

Ryan Giggs hættur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×