Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brown Ideye kostaði West Brom tíu milljónir punda.
Brown Ideye kostaði West Brom tíu milljónir punda. Vísir/Getty
West Bromwich Albion var í miklum vandræðum allt síðasta tímabil, en liðið endaði að lokum í 17. sæti, þremur stigum frá fallsæti.

West Brom mætir nú til leiks með nýjan mann í brúnni, Alan Irvine, og nokkuð breytt lið.

Irvine hefur aðallega fengið varnarmenn til liðsins, þ.á.m. Cristian Gamboa, Sebastien Pocognoli, Jason Davidson og Jolean Lescott. Þetta eru allt sterkir leikmenn, þótt það sé spurning hvernig Gamboa, sem var frábær með Kosta Ríku á HM, gengur að aðlagast enska boltanum eftir að hafa leikið á Norðurlöndunum síðustu ár.

Irvine reiddi einnig fram tíu milljónir punda fyrir nígeríska framherjann Brown Ideye, en þetta er hæsta upphæð sem West Brom hefur borgað fyrir leikmann.

Liðið þarf þó líklega að styrkja sig enn frekar framarlega á vellinum, en West Brom skoraði aðeins 43 mörk í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili. Joel Campbell, framherji Arsenal, er meðal leikmanna sem hafa verið orðaðir við liðið.

West Brom er búið að losa sig við nokkra leikmenn, þ.á.m. Nicolas Anelka og Diego Lugano sem skiluðu litlu á síðustu leiktíð.

Komnir:

Craig Gardner frá Sunderland

Jolean Lescott frá Manchester City

Chris Baird frá Burnley

Sebastien Pocognoli frá Hannover

Brown Ideye frá Dynamo Kiev

Cristian Gamboa frá Rosenborg

Jason Davidson frá Heracles

Andre Wisdom frá Liverpool (á láni)

Farnir:

Billy Jones til Sunderland

Steven Ried til Burnley

George Thorne til Derby

Donervon Daniels til Blackpool (á láni)

Scott Allan samningslaus

Nicolas Anelka samningslaus

Diego Lugano samningslaus

Zoltan Gera samningslaus

Cameron Gayle samningslaus

Liam Ridgewell samningslaus


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá QPR

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Queens Park Rangers komust á dramatískan hátt upp í ensku úrvalsdeildina eftir sigur á Derby County í úrslitaleik á Wembley.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Enski boltinn: Sumarið hjá Southampton

Sumarið hjá Southampton hefur verið ein sorgarsaga, en í kjölfarið á frábærum árangri síðustu leiktíðar hefur hver skrautfjöðurin á fætur verið plokkuð af liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×