Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Swansea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jefferson Montero er spennandi leikmaður.
Jefferson Montero er spennandi leikmaður. Vísir/Getty
Swansea City átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð eftir tvö góðu ár í ensku úrvalsdeildinni. Walesverjunum tókst hins vegar að bjarga sér frá falli og stefnan er að gera betur í ár.

Vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar hafa eðlilega vakið mikla athygli hér á landi, en íslenski landsliðsmaðurinn kemur til með að styrkja sóknarleikinn Swansea til mikilla muna.

Það sama gera væntanlega Bafetimbi Gomis og Jefferson Montero. Sá fyrrnefndi kom til Swansea á frjálsri sölu, en hann gæti reynst liðinu dýrmætur. Ekvadorinn Montero er ekki jafn þekkt stærð, en hann er mjög spennandi leikmaður.

Swansea hefur hins vegar misst Ben Davies og Michel Vorm til Tottenham. Það veikir liðið, en nokkur óvissa er með markvarðamálin hjá Swansea. Lukasz Fabianski kom á frjálsri sölu frá Arsenal, en hann mun væntanlega verja mark velska liðsins í vetur.

Stærsta málið hjá Swansea er þó líklega mögulegt brotthvarf Wilfried Bony, markahæsta leikmanns liðsins í fyrra. Liverpool hefur verið orðað við framherjann, en hann myndi skilja stórt skarð eftir sig hjá Swansea.

Þá er Spánverjinn Michu farinn til Napoli og óvíst er hvort landi hans, Pablo Hernandez, verði áfram í herbúðum Swansea.

Komnir:

Lukasz Fabianski frá Arsenal

Bafetimbi Gomis frá Lyon

Stephen Kingsley frá Falkirk

Marvin Emnes frá Middlesbrough

Gylfi Þór Sigurðsson frá Tottenham

Jefferson Montero frá Monarcas Morelia

Farnir:

Ben Davies til Tottenham

Michel Vorm til Tottenham

Leroy Lita samningslaus

Jernade Meade samningslaus

David Ngog samningslaus

Darnel Situ samningslaus

Michu til Napoli (á láni)

Alejandro Pozuelo til Rayo Vallecano


Tengdar fréttir

Gylfi: Hef tekið framförum undanfarin tvö ár

Gylfi Þór Sigurðsson telur að hann hafi tekið framförum sem fótboltamaður þrátt fyrir að hann hafi ekki fengið að leika sína stöðu hjá Tottenham. Gylfi var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Monk hrósaði Gylfa í hástert

Garry Monk, þjálfari Swansea, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert eftir 4-0 sigur gegn Plymouth í dag.

Swansea tilbúið að hlusta á tilboð í Bony

Samkvæmt heimildum Daily Mirror hefur Swansea gefið upp alla von að Wilfried Bony leiki með liðinu á næsta tímabili. Talið er að Swansea vilji fá tæplega 20 milljónir punda fyrir framherjann.

Fabianski fer til Swansea

Markvörðurinn Lukas Fabianski mun ganga til liðs við Swansea í sumar. Hann kemur til félagsins eftir að samningur hans við Arsenal rennur út.

Monk himinlifandi með Gylfa

Gary Monk, þjálfari Swansea, er himinlifandi með að hafa fengið Gylfa Þór Sigurðsson til liðs við Swansea.

Gylfi góður í sigurleik

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea unnu 3-1 sigur á Reading í æfingaleik í dag.

Michu genginn til liðs við Napoli

Napoli og Swansea gengu frá samningi í dag þess efnis að Napoli fengi Spánverjann Michu á láni og mun hann því leika með ítalska félaginu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×