Erlent

Búast við þúsundum nýrra ebólutilfella

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Búist er við þúsundum nýrra ebólutilfella í Líberíu á næstu vikum, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum eru ekki sagðar hafa borið árangur og þarf því að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og segja samtökin Læknar án landamæra að heimsbyggðin sé að tapa fyrir þessum skæða sjúkdómi.

Litla læknisaðstoð er að fá í Vestur-Afríku og þá einna helst í afskekktum byggðarlögum. Svo dæmi sé tekið þurfti að leggja að minnsta kosti þúsund sýkta einstaklinga inn á spítala í Montserrado fylki í Líberíu, ein einungis var pláss fyrir 240 og þurfti því að vísa fólki frá.

Að minnsta kosti 2.100 hafa orðið faraldrinum að bráð í Vestur-Afríku á þessu ári, helmingurinn í Líberíu.




Tengdar fréttir

Lést þrátt fyrir ebóla-lyf

Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn.

Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone

Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins.

Óttast frekari útbreiðslu ebólu

Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu.

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.

Baráttan gegn ebólu að tapast

Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.

Meira en þúsund manns hafa látið lífið

Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×