Innlent

Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku

Bjarki Ármannsson skrifar
Heilbrigðisstarfsmenn í Gíneu fræða fólk um ebóluveiruna.
Heilbrigðisstarfsmenn í Gíneu fræða fólk um ebóluveiruna. Vísir/AP
Sóttvarnarlæknir mælist til þess í samráði við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að ekki sé ferðast til Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu eða Nígeríu nema brýna nauðsyn beri til. Í þessum ríkjum ríkir neyðarástand vegna mannskæðasta ebólufaraldurs sögunnar.

Þetta kemur fram í frétt á vef Landlæknisembættisins. Í fréttinni er áhersla lögð á það að ferðalangar í þessum löndum forðist náin samskipti við veika eða látna einstaklinga, veik eða látin villt dýr og neyslu á illa elduðum mat. Ferðalangar eru hvattir til að gæta vel að hreinlæti og stunda ekki óvarið kynlíf.

Sóttvarnalæknir ítrekar það að ólíklegt er talið að ebóla muni berast til Íslands. Í fréttinni segir þó að verið sé að virkja viðbragðsáætlanir innanlands ef svo ólíklega vildi til að hingað kæmu einstaklingar með sjúkdóminn.

Nánari fróðleik og fyrirmæli til ferðalanga er að finna á vef embættisins.


Tengdar fréttir

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi

Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum

Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×