Innlent

Óttast frekari útbreiðslu ebólu

ingvar haraldsson skrifar
Yfirvöld í Líberíu óttast nú frekari útbreiðslu ebólu.
Yfirvöld í Líberíu óttast nú frekari útbreiðslu ebólu. vísir/ap
Fjöldi íbúa í stærsta fátækrahverfi Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, réðst inn í heilsugæslustöð á laugardagskvöld þar sem fjöldi einstaklinga sem grunaðir eru um að smitast af ebólu hafa verið í einangrun.

Yfirvöld í Líberíu óttast nú frekari útbreiðslu ebólu eftir að íbúar höfðu á brott með sér blóðug lök og dýnur auk þess að fjöldi sjúklinga flúði af vettvangi. Íbúarnir eru reiðir yfirvöldum fyrir að flytja sjúklinga úr öðrum borgarhlutum Monroviu á heilsugæslustöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×