Erlent

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast

ingvar haraldsson skrifar
Bruce Aylward hjá WHO segir ebólufaraldurinn sem nú breiðist út þann versta í sögunni.
Bruce Aylward hjá WHO segir ebólufaraldurinn sem nú breiðist út þann versta í sögunni. vísir/ap
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu áður en hægt verður að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins.

Einnig hefur verið gefið út að tvisvar til fjórum sinnum fleiri gætu hafa smitast af ebólu en hingað til var talið. Þrjú þúsund smit eru skráð og um helmingur hinna smituðu er nú látinn. Því óttast stofnunin að yfir tíu þúsund gætu látið lífið vegna ebólu.

Faraldurinn er þegar orðinn sá versti í sögunni að sögn Bruce Aylward hjá WHO. „Í versta faraldrinum þar til nú sýktust um fjögur hundruð manns,“ sagði Aylward.

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandi hyggjast hefja prófanir á mönnum á lyfjum gegn ebólu sem enn eru á tilraunastigi. Prófununum var flýtt vegna ebólufaraldursins. Ef vel tekst til verða lyfin komin í framleiðslu innan nokkurra mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×