Fótbolti

Neuer bestur í Þýskalandi | Löw besti þjálfarinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manuel Neuer var valinn besti markvörðurinn á HM í Brasilíu.
Manuel Neuer var valinn besti markvörðurinn á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Markvörðurinn Manuel Neuer hefur verið útnefndur Knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi. Þetta er í annað sinn sem Neuer, sem varð tvöfaldur meistari með Bayern München í vor og heimsmeistari með Þýskalandi í sumar, hlýtur þessa viðurkenningu.

Tímaritið Kicker stendur fyrir kjörinu, en það eru þýskir blaðamenn sem sjá um að kjósa. Neuer fékk 144 atkvæði í kjörinu, en Marco Reus, leikmaður Borussia Dortmund, kom næstur með 135 atkvæði. Thomas Müller, Arjen Robben og Philipp Lahm, samherjar Neuer hjá Bayern, komu næstir þar á eftir.

Við sama tilefni var Joachim Löw, þjálfari heimsmeistara Þýskalands, útnefndur þjálfari ársins, en hann fékk yfirburðakosningu í kjörinu (248 atkvæði).

Mark Weinzierl, sem var hársbreidd frá því að koma Augsburg í Evrópukeppni á síðasta tímabili, fékk næstflest atkvæði, eða 152 talsins. Pep Guardiola, þjálfari Bayern, Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, og Christian Streich, þjálfari Freiburg, komu svo í næstir þar á eftir.

Joachim Löw stýrði Þjóðverjum til heimsmeistaratitils.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Lahm: Verður að vera með besta liðið

Philipp Lahm var skiljanlega í skýjunum eftir að hafa lyft heimsmeistarastyttunni góðu eftir sigur Þjóðverja á Argentínumönnum í framlengdum úrslitaleik HM í kvöld.

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Þýska deildin með eins marks forskot á þá ensku

Þýska úrvalsdeildin í fótbolta er nú sú deild sem "á" flest mörk á HM í fótbolta í Brasilíu eftir 1-0 sigur Þjóðverja á Frökkum í dag í fyrsta leik átta liða úrslitanna.

Þjóðverjar áfram eftir þriggja marka framlengingu

Þjóðverjar eru komnir áfram í átta liða úrslitin á HM í Brasilíu og verða meðal þeirra átta bestu á sextánda heimsmeistaramótinu í röð eftir 2-1 sigur á Alsír í kvöld í framlengdum leik í 16 liða úrslitum á HM í Brasilíu.

Neuer klár í slaginn

Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, er klár í slaginn fyrir leik Þýskalands og Portúgal.

Löw: Eigum nóg inni

Þjálfari þýska landsliðsins á ekki von á því að flensan sem hefur herjað á þýska liðið undanfarna daga muni hafa áhrif á spilamennsku liðsins gegn Frakklandi í dag.

Löw: Müller er í frábæru formi

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist hæstánægður með frammistöðu sóknarmannsins Thomas Müller á HM.

Messi valinn besti leikmaðurinn á HM

Lionel Messi fékk Gullboltann fyrir að vera besti leikmaður HM í Brasilíu. Þetta var tilkynnt eftir úrslitaleik Þýskalands og Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×